Withsara Wellness kvöld

Hlakka til að sjá þig 22. október.

Hvenær:
22. október 2025 kl 16.30-18.00
22. október 2025 kl 19:00-20:30 UPPSELT
Hvar: Aðalsalur Vinnustofu Kjarvals, Austurstræti 10a
Verð: 10.990 ISK

Bóka miða 16:30
 

Um Wellness kvöldið

 

Haustið, eins fallegt og það er, er einn annasamasti tími ársins og aldrei mikilvægara en nú að gefa sér tíma í að hægja aðeins á og hlúa að sér. Þann 22. október ætlum við að æfa saman í hinum gullfallega sal hjá Vinnustofu Kjarvals, eiga góða stund og fá innblástur og hvatningu inn í veturinn.

Við byrjum kvöldið á því að taka kröftuga Withsara æfingu þar sem verður tekin blanda af öllum okkar uppáhaldsæfingum í takt við skemmtilega tónlist og njótum okkar. Æfingarnar henta öllum getustigum.

Eftir æfinguna þá tökum við mjúkt yoga flæði og teygjur, öndurnaræfingu og slökun. Við gefum okkur góðan tíma í að slaka vel á og róa kerfið áður en við höldum inn í djúpslökun.

Að lokum mun Sara ræða um góðar heilsuvenjur sem gott er að tileinka sér á annasömum tíma eins og haustið getur verið. Hún mun deila góðum ráðum og hvatningu sem gott er að hafa með sér inn í veturinn.

Það verða að sjálfsögðu veglegir gjafapokar að andvirði 25.000 kr fyrir alla þátttakendur.

Þetta er hinn fullkomni viðburður til þess að smala saman vinkonuhópnum og njóta saman, eiga notalega stund með móður, systur frænku eða tengdó eða bara til þess að eiga verðskuldaðan tíma með sjálfri þér. Markmiðið er einfaldlega að hlaða batteríin og eiga góða stund.

Dagskrá

Fyrri tími:
16:15-16:30
Hurðin opnar

16:30-17:20 Withsara tími

17:20-17:45 Yoga og slökun

17:45-18:00 Spjall með Söru

18:00 Viðburði lýkur


Seinni tími (UPPSELT) :
18:45-19:00
Hurðin opnar

19:00-19:50 Withsara tími

19:50-20:15 Yoga og slökun

20:15-20:30 Spjall með Söru

20:30 Viðburði lýkur

Hvað er innifalið

  • Gjafapoki að andvirði 30.000 kr. með mörgum af uppáhalds vörum Söru m.a. frá Blue Lagoon skincare og Olifa.

  • Dýnur verða á staðnum

Gott að hafa í huga

  • Við mælum með að mæta í þægilegum æfingarfötum og taka með peysu og hlýja sokka fyrir slökunina.

  • Engin sturta eða búningsherbergi er á staðnum.

  • Hægt er að gera æfinguna á tánnum eða í skóm.

  • Gott er að hafa lítið handklæði með sér.

Smáatriði

Hér eru nokkur praktísk atriði:

  1. Ekki er hægt að fá endurgreiðslu á miðanum

  2. Ef þú nærð ekki að mæta, vinsamlegast láttu okkur vita á support@withsara.com

  3. Ef þú ert með meiðsli, ert ólétt eða nýbúin að eignast barn eða annað sem væri gott fyrir okkur að vita, endilega láttu vita áður en tíminn byrjar.

Bóka miða 16:30